Réttingar
& Sprautun

Allar almennar tjónaviðgerðir

BÍL-PRO er umhverfisvottað og viðurkennt CABAS verkstæði sem sérhæfir sig í tjónaviðgerðum og málun á öllum tegundum bíla ásamt því að sjá um framrúðuskipti. Við gerum við fyrir öll tryggingafélögin. 

Hvernig virkar þetta?

Tjónamat og tjónaviðgerðir

Ef þú hefur orðið fyrir tjóni þá er mikilvægt að tilkynna það til tryggingafélagsins þíns. Næsta skref er að láta meta tjónið og koma bílnum í viðgerðarferli.  Öll samskipti við tryggingafélagið fara í gegnum okkur eftir tjónaskoðun.

1. Bóka tjónaskoðun

Þú bókar sjálf/ur tíma sem hentar að koma með bílinn í tjónamat eða mætir til okkar í tjónaskoðun.

2. Tjónamat

Þú kemur með bílinn til okkar og við tjónaskoðum, tökum myndir, metum og skráum tjónið. Þú færð tíma til að koma með bílinn í viðgerð.

3. Undirbúningur

Við undirbúum vinnuna gagnvart bílnum, pöntum varahluti og útvegum bílaleigubíl ef það á við.

4. Viðgerð

Bíllinn fer í viðgerðarferli sem alla jafna er 3 - 5 dagar, fer eftir umfangi tjónsins.

Þjónusta

Lentir þú í tjóni?

Engar áhyggjur - við lögum þetta fyrir þig

Almennar tjónaviðgerðir og málun á öllum gerðum bíla ásamt því að sjá um framrúðuskipti 🤙

Tjónamat

Við erum í góðu samstarfi við öll tryggingafélögin. Þú kemur með bílinn til okkar og við tjónaskoðum og skráum tjónið. Við útvegum bílaleigubíl sé þess óskað og bíllinn fer í viðgerðarferli.

Bílaréttingar

Hágæða þjónusta við bílasprautun og réttingar á öllum gerðum bifreiða. Allar viðgerðir eru unnar af fagmönnum með bestu mögulegu efnum.

Bílasprautun

Allir bílamálarar hafa réttindi til málunar og viðgerða. Við notumst við Glasurit málningu.

Plastviðgerðir

Viðgerðir á stuðurum og öðrum plasthlutum bifreiðarinnar.

Mössun

Lakkið á bílnum er slípað / pússað og fær nýbónað útlit. Eftir að bíll hefur verið massaður verður hann þægilegri í þrifum  og bón endist lengur á bílnum.

Framrúðuskipti

Framúðuskipti og bílrúðuskipti fyrir allar tegundir bíla. Sjáum um öll samskipti við tryggingafélög vegna bílrúðutryggingar.

#bilpro
#glasurit100line  #bilpro #paint
#porsche #bilpro #adalbon
#bmwx5 #mtech #bmw