Um BÍL-PRO

BÍL-PRO er umhverfisvottað og viðurkennt CABAS verkstæði sem sérhæfir sig í tjónaviðgerðum og málun á öllum tegundum bíla ásamt því að sjá um framrúðuskipti. Við gerum við fyrir öll tryggingafélögin. 

Við erum BÍL-PRO

BÍL-PRO var stofnað árið 2016 af Eiði Má Guðbergssyni og Þresti Jarli Sveinssyni.

 

Starfsfólk okkar er með áratuga reynslu af því að sinna öllum gerðum tjóna og hefur sótt fjölda námskeiða hérlendis sem erlendis til þess að bæta við sína þekkingu, en endurmenntun er veigamikill þáttur í því að skila góðu verki.

 

Verkstæðið er umhverfisvottað réttinga- og sprautuverkstæði sem sinnir öllum tryggingafélögum landsins.

Eiður Már Guðbergsson

Eiður er með meistarabréf í bæði bifreiðasmíði og bílamálun.

Þröstur Jarl Sveinsson

Þröstur er með meistarabréf í bifreiðasmíði.