Bílaréttingar og sprautun

BÍL-PRO er umhverfisvottað og viðurkennt CABAS verkstæði sem sérhæfir sig í tjónaviðgerðum og málun á öllum tegundum bíla ásamt því að sjá um framrúðuskipti. Við gerum við fyrir öll tryggingafélögin. 

Fullkominn tækjabúnaður

Verkstæðið er búið fullkomnum tækjabúnaði til bílaréttinga og mikið er lagt upp úr góðum frágangi til að tryggja gæði þjónustunnar og ánægju viðskiptavina. Við notum eingöngu vottaða varahluti af bestu gæðum.

 

Starfsfólk okkar er með áratuga reynslu af því að sinna öllum gerðum tjóna. Verkstæðið er vottað réttinga- og sprautuverkstæði sem sinnir öllum tryggingafélögum landsins.

Bílaréttingar

Hágæða þjónusta við réttingar á öllum gerðum bifreiða. Allar viðgerðir eru unnar af fagmönnum með bestu mögulegu efnum.

Bílasprautun

Hágæða bílasprautun á öllum gerðum bifreiða unnar af fagmönnum með bestu mögulegu efnum. Allir bílamálarar hafa réttindi til málunar og viðgerða.

 

Við notumst við Glasurit málningu sem er umhverfisvænasta lakkið á markaðnum.

Plastviðgerðir

Ertu með brotinn stuðara? Við reddum því. Lögum alla plasthluti á bílum, mótorhjólum, vélsleðum o.fl.

Mössun

Lakkið á bílnum er slípað / pússað og fær nýbónað útlit. Eftir að bíll hefur verið massaður verður hann þægilegri í þrifum  og bón endist lengur á bílnum.

Framrúðuskipti

Framúðuskipti og bílrúðuskipti fyrir allar tegundir bíla. Sjáum um öll samskipti við tryggingafélög vegna bílrúðutryggingar.